Thursday, July 22, 2010

Krummi

Í gær var annar dagurinn af þeim tveimur, sem að meðaltali á ársgrundvelli er hægt að hafast við á svölunum eftir hádegi, hér á fjórðu hæðinni. Svalirnar vísa mót norðri ( fáránlegt er það, að enn sér maður nýbyggð hús á Akureyri með norðursvalir, sem er þó önnur saga ) og ríkjandi vindátt er að norðan og ef svo undarlega vill til að moruninn sé sólríkur og lognið allsráðandi ryður nístandi köld hafgolan burtu öllum hugsunum um kósíheit á svölunum eftir hádegi.

En í gær var semsagt annar dagurinn og við hjónakornin vorum svalafólk. Sem við sátum þar gerði þessi krummi nokkrar æfingar á sjónvarpsloftnetinu, brýndi gogginn, kvaddi með fögru krunki og flaug. Nú bíðum við eftir hinum deginum.

1

2

3

4

5