Saturday, October 31, 2009

Fjöll og ský

Við frú Fróðný höfum farið í ófáa bíltúra, jafnvel útá land, þetta árið. Ég er farþeginn og oftar en ekki renni ég niður rúðunni og smelli af myndum af fjöllum og firnindum meðan við ökum framhjá.

Wednesday, October 28, 2009

Börnin í heimsókn

Hekla Karen og Viktor Daði hafa verið í heimsókn á norðurlandinu. Þau skruppu meðal annars til langömmu á Sauðárkróki.

2

Spiluðu við Sveinu ömmu í Eiðsvallagötunni

3

4

Og svo voru eitt kvöldið teknar hárgreiðslumyndir og ein með afa fyrir svefninn.

6

5

1

Friday, October 23, 2009

Í Assistens Kirkjugarði

Þegar ég bjó á Nörrebro í Kaupmannahöfn, settist ég oft á góðvirðisdögun í skrúðgarðinn góða Assistens Kirkjugarð. Maður tók með sér góða bók, kompu til að pára í og ef ballansinn á husholdnisregnskabet var réttu megin við núllið, tók maður með eitthvað glamrandi í poka. Kirkjugarðurinn er umluktur gulum múrvegg, svona hefur hluti hans litið út í fyrrasumar.Assistens 1

En innan múra er ósköp friðsælt.

800px-Assistens_Kirkegård_1

Þarna orti ég eitt sinn litla vísu, sem rifjaðist upp fyrir mér núna þegar mikið er rætt um aðkomu Jóns og séra Jóns í þeirri rústabjörgun sem íslenskt þjóðfélag er gegnsýrt.

Í Assistens Kirkjugarði

Hér hefur endað margt æviskeiðið runnið.

Leiði Jóns er týnt, en séra Jóns er brunnið.


Wednesday, October 21, 2009

Opnunardagur hjá Fríðu 17.10.009

Opnaði litla sýningu með stóru nafni – Þagnarangar úr Brandenburg Concerto no.5 eftir JS Bach – í Gullsmíðaverkstæði Fríðu í Hafnarfirði.

Hér eru myndir frá opnun.

KPS Bach

KP,Sigurlaug

Fróðný

Fríða

Auðunn,Biggi

KP,Lísa, Biggi

Böggi,Brandur

H&H

KP,Ása

Fr,H,H,'Asa

KP Rut

KP, Svenni ,Biggi

Monday, October 12, 2009

Þagnarangar

Þá er koma að því að nudd mitt undarfarið með sög, þjöl og sandpappír verði að einhverju. Því næstu helgi mun ég bruna í Hafnarfjörð og opna laugardaginn 17.október kl 14-17 sýninguna: “Þagnarangar í Brandenburgerkonsert nr. 5 eftir JS Bach” í Gullsmíða og skartgripaverslun Fríðu Strandgötu 43 í þeim fagra firði. Verið öll velkomin.

Friday, October 02, 2009

Könguló

Þessi könguló vísar ei fleirum á berjamó í ár.

Könguló

Thursday, October 01, 2009

Nú ert það svart maður

Allt orðið hvítt á eyrinni, klukkan 7;24 í morgun