Monday, May 31, 2010

Það er reyklausi dagurinn

Mér finnst reyklausi dagurinn vera rakalaus.

Reyklausi dagurinn

Wednesday, May 26, 2010

Fóstursonurinn

Örlögin hafa nú spunnið okkur þann vef að blessaður litli maðurinn hann Viktor Daði verður hjá okkur Fróðnýju í fóstri alla vega næstu mánuði. ( “Life is what happens to you when you´re busy making other plans” söng John Lennon og hafði þar rétt fyrir sér sem oftar). En við munum kappkosta að veita Viktori það öryggi og þá ást, sem hann á skilið.

Við og Viktor

Viktor og Þagnar-Freyja

Wednesday, May 19, 2010

Lagið tekið í Öskjuhlíð

Í nýlegri heimsókn á Stór-Kópavogssvæðið fór ég uppá fjórðu hæð í Perlunni til að pissa. Léttur á mér og í lund tók ég lag með hljómsveit staðarins.

Mynd004 vef

Thursday, May 06, 2010

Aspirnar “ mínar “ felldar

Kom heim um daginn á hraðleið suður heiðar. Staldraði þó við, því verið var að fella aspirnar mínar í garði nágrannans. Þær sömu og blogguðu 52 vikur um árið. Þær höfðu reyndar greinabrotnað og orðið hálrytjulegar í roki í fyrra eða fyrr. En nú tek ég ekki fleiri myndir af þesssum trjám. Önnur lá í valnum er ég hóf upp Canoninn.

Hin lenti líka í mönnunum með kranann og keðjusögina.