Wednesday, July 29, 2009

Súld og Rigning

Það var súld og rigning á Akureyri í gær.  Þó ekki súld og bræla, sem ég held að fari ekki saman skilji ég hugtökin rétt.

Kl 7.

KL 12.

Kl 16.

  Kl 20.

Monday, July 27, 2009

Skýin í gær

Jú þetta er toppurinn, ef til vill ekki á tilverunni, en á Kaldbak í gærmorgun.

Thursday, July 16, 2009

Spjallað við Rauðuþögn

Þessum færslum um þögnina rauðu, sem er mér svo hugleikin vegna þess að hún leikur aðalhlutverk í verkefni, sem verður mörg ár í gangi, lýk ég í bili með myndum, sem Fróðný minn miklu betri helmingur tók á veröndinni við sumarbústaðinn á Flúðum.



Wednesday, July 15, 2009

Fróðný og Rauðaþögn við Giljareiti




Við Giljareiti á Öxnadalsheiði er góður áningarstaður. Meðan ég reyndi um daginn að mynda þá rauðu ( án góðs árangurs í það skiptið ) brá minn miklu betri helmingur sér niður að skoða gljúfrið. Bestu myndirnir sem ég tók í þessu stoppi voru reyndar þær sem ég tók er Fróðný sneri aftur.

Monday, July 13, 2009

Rauðuþagnarljósmyndari ljósmyndaður

Í hvert sinn er við frú Fróðný förum í langan bíltúr er Rauða þögnin með í farteskinu og ég smelli af myndum fyrir fyrirhugaða sýningu ( sýningar ). Þegar við ókum nýverið suður á flatlendið var stoppað á Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Minn miklu betri helmingur tók nokkrar myndir af myndasmiðnum.
Þess ber að geta að ef til vill náðust ein eða tvær góðar myndir í þessari "sessíon" þó ekki séu aðfarirnar mjög fagmannlegar.




Sunday, July 12, 2009

Önnur heimsókn á vinnustofuna

Krónprinsinn Viktor Daði hefur verið í heimsókn hjá ömmuogafa um helgina, en fer og út á land í dag, með mömmu sinni í Vatnsdalinn.
Viktor leit við á vinnustofunni til að pússa spýtu sem hann hafði tálgað til í sveitinni. Hann segir það vera skítlétt að tálga en svolítið erfitt að pússa.
Það er þetta með þolinmæðina.

Heimsókn á vinnustofuna

Þessi geðþekku hjón, Lísa P og Björgúlfur bíslagsbyggir hafa verið hér fyrir norðan síðustu viku, en hyggjast aka út á land í dag til Stór-Kópavogssvæðisins.

Thursday, July 09, 2009

Flogið norður

Þær flugu norður eftir Öxnadal þessar álftir um daginn. Ég sat í Ford með svipaða stefnu um stund. Heyrði því ekki hvort þær kvökuðu eða sungu eða hvort þær flugu með fjaðraþyti.

Wednesday, July 08, 2009

Geitungur við Geysi í Haukadal


Hann var á bílastæðinu í veðurblíðunni í síðustu viku.
Mér fannst hann jafngóður gufu.

Tuesday, July 07, 2009

Morgnar í Ásabyggð 37 við Flúðir 26.6.-3.7. 009

Við Fróðný dvöldum í sumarbústað suður á Flúðum frá föstudegi 26.6. til föstudags 3.7. 2009 og höfðum það betra en eggjablómi.
Ég tók mynd af útsýninu í norðvestur af veröndinni þegar við komum og svo á hverjum morgni þegar ég var búinn að pissa.

Föstudagur 20.6. kl. 13;50

Laugardagur 27.6. kl. 06;48

Sunnudagur 28.6. kl 05;01

Mánudagur 29.6. kl. 06;19

Þriðjudagur 30.6. kl. 07;01

Miðvikudagur 1.7. kl. 09;34

Fimmtudagur 2.7. kl. 09;49

Föstudagur 3.7. kl. 07;43