Thursday, July 22, 2010

Krummi

Í gær var annar dagurinn af þeim tveimur, sem að meðaltali á ársgrundvelli er hægt að hafast við á svölunum eftir hádegi, hér á fjórðu hæðinni. Svalirnar vísa mót norðri ( fáránlegt er það, að enn sér maður nýbyggð hús á Akureyri með norðursvalir, sem er þó önnur saga ) og ríkjandi vindátt er að norðan og ef svo undarlega vill til að moruninn sé sólríkur og lognið allsráðandi ryður nístandi köld hafgolan burtu öllum hugsunum um kósíheit á svölunum eftir hádegi.

En í gær var semsagt annar dagurinn og við hjónakornin vorum svalafólk. Sem við sátum þar gerði þessi krummi nokkrar æfingar á sjónvarpsloftnetinu, brýndi gogginn, kvaddi með fögru krunki og flaug. Nú bíðum við eftir hinum deginum.

1

2

3

4

5

Monday, July 19, 2010

Black Magic Woman

IMG_6366

Þessa danssyrpu þarf bara að hafa eitt orð um. FJÖR.

Jón félagi Laxdal er sextugur

Já þína skál gamli vinur.

Ég þakka fyrir alldeilis stórkostlega afmælis-og óvænt giftingarveislu í Freyjulundi, slik teiti duga vel í minningunni. Hér eru nokkrar myndir sem lentu í mínum digitölum.

Sunday, July 11, 2010

Dagur gjörninga á Hjalteyri

Í gær sunnudaginn 10.júlí komum við frá Sauðárkróki til Hjalteyrar til að berja gjörninga augum. Viktor Daði skoðaði verksmiðjuna smá, en hafði svo meiri áhuga á fjörunni, að fleyta kerlingum og berja sjóinn sem Xerxes forðum, en að fylgjast með gjörningum.

1

2

Á rölti mínu um með Viktori um verksmiðjuna rakst ég svo á það verk sem mér hefur þótt bera af, á öllum þeim sýningum sem ég hef séð í verksmiðjunni.

3

En að gjörningum : Birgir bróðir minn reið á vaðið með því að flytja grunnskólalög.

4

5

Hlynur Hallson var næstur en var svo snöggur að ég náði ekki að munda myndavélina. Gott hjá Hlyni.

Arnar Ómarsson og Kjartan Sigtryggsson flyttu svo til heiðurs forsprakka Jethro Tull, fiskeldismanninum mikla Ian Anderson, lúðugjörning.

6

Síðust var svo Aðalheiður Eysteinsdóttir og dansaði mikinn blæjudans.

7

Ég þakka fyrir mig.

- Reyndar tók ég tvær syrpur mynda af Öllu dansa ( við lítið ljós, þannig að þær eru svolítið skemmtilega hreyfðar ), þessar syrpur er að finna á Picasa : http://picasaweb.google.com/kpsinn/AllaGjorngingadans1?authkey=Gv1sRgCLDDk6Hf6LHJCA# og http://picasaweb.google.com/kpsinn/AllaGjorningadans2?authkey=Gv1sRgCKWT1L-ptYTC7wE#

Tuesday, July 06, 2010

Minigolfmót á Einarstöðum

Dvalargestir í bústað 29 á Einarstöðum vikuna 25.6.-2.7. héldu sig að mestu á eða við veröndina, en þó var farið tvívegis í minigolf.  Keppnismaðurinn Viktor Daði vill halda því til haga að hann hafi unnið í bæði skiptin, í annað skiptið þó verið jafn systur sinni.

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

Heitur pottur í bústað 29

Heiti potturinn á veröndinni var frábær leikvöllur fyrir börn og fullorðin börn vikuna sem við dvöldumst á Héraði.                      Helga Jóna kom með austur til að vera í afmæli Heklu Karenar          ( 25.7., 6 ára prinsessa ) og gisti eina nótt hjá okkur í bústaðnum. Annars voru það bara við hjónakornin og börnin, vindurinn, sólskinið og rigningin.

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Sunday, July 04, 2010

Nokkrum sinnum í norður

Við smáfjölsyldan dvöldumst í góðu yfirlæti í sumarbústað á Einarstöðum á Héraði vikuna 25.6.-2.7. Ég tók að sjálfsögðu mýgrút af myndum meðal annarra nokkrum sinnum í næstum því norður af veröndinni við bústaðinn.

Hér eru nokkur dæmi og munið að sólin sest ekki í vestri, heldur í norðrinu.

25.6.  kl. 23:11

26.6.  kl. 06:42

2

27.6.  kl. 00:48

27.6.  kl. 06:24

27.6. kl. 22:14

28.6.  kl. 06:38

29.6.  kl. 15:28

30.6.  kl. 02:23

30.6.  kl.13:01

1.7.   kl. 16:51

2.7.   kl. 08:04

2.7.   kl. 12:35