Sunday, July 11, 2010

Dagur gjörninga á Hjalteyri

Í gær sunnudaginn 10.júlí komum við frá Sauðárkróki til Hjalteyrar til að berja gjörninga augum. Viktor Daði skoðaði verksmiðjuna smá, en hafði svo meiri áhuga á fjörunni, að fleyta kerlingum og berja sjóinn sem Xerxes forðum, en að fylgjast með gjörningum.

1

2

Á rölti mínu um með Viktori um verksmiðjuna rakst ég svo á það verk sem mér hefur þótt bera af, á öllum þeim sýningum sem ég hef séð í verksmiðjunni.

3

En að gjörningum : Birgir bróðir minn reið á vaðið með því að flytja grunnskólalög.

4

5

Hlynur Hallson var næstur en var svo snöggur að ég náði ekki að munda myndavélina. Gott hjá Hlyni.

Arnar Ómarsson og Kjartan Sigtryggsson flyttu svo til heiðurs forsprakka Jethro Tull, fiskeldismanninum mikla Ian Anderson, lúðugjörning.

6

Síðust var svo Aðalheiður Eysteinsdóttir og dansaði mikinn blæjudans.

7

Ég þakka fyrir mig.

- Reyndar tók ég tvær syrpur mynda af Öllu dansa ( við lítið ljós, þannig að þær eru svolítið skemmtilega hreyfðar ), þessar syrpur er að finna á Picasa : http://picasaweb.google.com/kpsinn/AllaGjorngingadans1?authkey=Gv1sRgCLDDk6Hf6LHJCA# og http://picasaweb.google.com/kpsinn/AllaGjorningadans2?authkey=Gv1sRgCKWT1L-ptYTC7wE#