Monday, March 09, 2015

Kaktus opnar

Þá varð það endanlegt laugardaginn 7.mars 20015. Populus tremula er farið Kaktus kominn til að vera. Gott að kjallarinn góði haldist þó í plönturíkinu.
Leit við á opnun. Aðalsprautur Kaktussins frömdu þar flottan gjörning, EN smá nöldur frá minni hálfu, þau voru svo yfirmáta alvarleg. Og ekki svosem ein um það í gjörningahríðinni. Í fyrsta sinn sem ég sá gjörning life (í Kaupmannahöfn 1978 eða 1979) var þetta sama uppi á teningnum, listakonan performaði myndlistarlegan brandara að því mér fannst en var svo grafalvarleg yfir þessu að maður þurfti að brosa inn í sig af tómri meðvirkni. Og allir gjörningar sem ég hef séð síðan eru eins gleðisnauðir, er þetta eitthvað sem er skrifað inní gjörningalögin ? Ég hefði ekki getað hætt að brosa væri ég að opna stað fyrir sköpunarGLEÐI mína.
Nöldri lokið.
Ég komst því miður ekki á tónleikana um kvöldið en er viss um að þar hefur verið brosað hringinn.
Til hamingju Kaktus og megi ykkur farnast frábærlega.