Thursday, March 19, 2015

Listagil stendur undir nafni

Ég fór að litast um í Listagili í gær. Gaf mér góðan tíma í að skoða stórskemmtilega sýningu Íslandsvinarins góða Jan Voss í Listasafninu, en ég byrjaði í nýjasta galleríinu í gilinu Salt, Vatn, Skæri. Þar sýnir Aðalheiður S Eysteinsdóttir kyngimagnaðan flygil sem er smíðaður einsog henni er lagið en samt svo miklu meira. Ég held að þetta verk sé hennar flottasta á ferlium magnað tónverk alveg og hefur nú Alla ekki verið neinn aukvisi.






















Jan Voss er náttúrlega snillingur það þarf ekki að ræða það og sýningin í Listasafnnu er frábær yfirlitssýning. Stútfull af húmor, pælingum og gáfum. Algjört gúmmólaði fyrir heilann.