Tuesday, November 01, 2011

listalausi dagurinn / lystarlausi dagurinn


Það sem listafólk getur vaðið í vitleysunni. Nú hafa einhverjir fáráðirnir ákveðið, að til að sýna lýðnum fram á hversu merkileg listin sé og þá væntanlega listafólk mikilvægt, sé sniðugt að boða til listalauss dags. Það er ekki skrýtið að það rigni ofaní nasirnar á svona fólki. List er merkileg en listafólk og fólk sem um listirnar sýslar getur oft verið andskoti ómerkilegt. Þetta er svona álíka mögulegt og fíkniefnalaust Ísland eða reyklausi dagurinn eða bíllausi dagurinn eða dagur ei meir. Það er allt í lagi að benda fólki á að list sé allumvefjandi og í raun sé flest sem þú lítur, heyrir, gengur í og á, lest eða jafnvel þefar uppi list, en að hvetja lýðinn, sem þessir fáráðar meina að fatti þetta ekki, til að skrúfa fyrir skilningarvitin er í besta falli misheppnaður brandari, svona brandari af þeirri gerðinni sem þarf að útskýra eftirá í löngu máli.
Allt fólk hefur skoðun á list jafnvel þó það viti ekki eða pæli ekki í því að til sé list.
NJÓTIÐ því lista í dag sem aðra daga.