Laugardagskveldið 23.7.2011 hélt ég Tónleik í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Flutti þó nokkur uppáhaldslög eftir sjálfan mig og aðra ( Cornelis Vreswijk, CM Bellmann, Jón frá Hvanná,Tom Waits, Bob Dylan, Harald Davíðsson, Leonard Cohen ) bæði við eiginn gítarslátt og akapella ( afrabrikella ) og Guðmundur Egill var svo sérlegur gígjusláttarmaður í nokkrum lögum. Birgir bróðir minn setti upp ljós til að mýkja verksmiðjugrámann. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir hjálpina.
Þetta lukkaðist bærilega takk fyrir.
Minn miklu betri helmingur frú Fróðný tók meðal annarra þessar myndir.