Wednesday, December 28, 2011

Rottan á Ráðhústorginu

Það er rotta á Ráðhústorgi að ráðast á jólatré
og er nema von að ég orgi og alllítið finnist það spé.
Því rottan og Ráðhústorgið þett´ er raunalega ljótt
og trénu best væri borgið
á báli sem lýsti upp nótt.


Saturday, November 12, 2011

Þagnarfuglar í búri

Dekkað borð í Populus Tremula


Minni meðlimi á yfirvofandi aðalfund

populus


stefni að myndasyrpu um utandagskrár atriði í Populus Tremula

Friday, November 11, 2011

Tuesday, November 01, 2011

listalausi dagurinn / lystarlausi dagurinn


Það sem listafólk getur vaðið í vitleysunni. Nú hafa einhverjir fáráðirnir ákveðið, að til að sýna lýðnum fram á hversu merkileg listin sé og þá væntanlega listafólk mikilvægt, sé sniðugt að boða til listalauss dags. Það er ekki skrýtið að það rigni ofaní nasirnar á svona fólki. List er merkileg en listafólk og fólk sem um listirnar sýslar getur oft verið andskoti ómerkilegt. Þetta er svona álíka mögulegt og fíkniefnalaust Ísland eða reyklausi dagurinn eða bíllausi dagurinn eða dagur ei meir. Það er allt í lagi að benda fólki á að list sé allumvefjandi og í raun sé flest sem þú lítur, heyrir, gengur í og á, lest eða jafnvel þefar uppi list, en að hvetja lýðinn, sem þessir fáráðar meina að fatti þetta ekki, til að skrúfa fyrir skilningarvitin er í besta falli misheppnaður brandari, svona brandari af þeirri gerðinni sem þarf að útskýra eftirá í löngu máli.
Allt fólk hefur skoðun á list jafnvel þó það viti ekki eða pæli ekki í því að til sé list.
NJÓTIÐ því lista í dag sem aðra daga.

Sunday, July 24, 2011

Uppáhaldslög í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Laugardagskveldið 23.7.2011 hélt ég Tónleik í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Flutti þó nokkur uppáhaldslög eftir sjálfan mig og aðra ( Cornelis Vreswijk, CM Bellmann, Jón frá Hvanná,Tom Waits, Bob Dylan, Harald Davíðsson,  Leonard Cohen ) bæði við eiginn gítarslátt og akapella ( afrabrikella ) og Guðmundur Egill var svo sérlegur gígjusláttarmaður í nokkrum lögum. Birgir bróðir minn setti upp ljós til að mýkja verksmiðjugrámann. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir hjálpina.

Þetta lukkaðist bærilega takk fyrir.

Minn miklu betri helmingur frú Fróðný tók meðal annarra þessar myndir.

Monday, June 27, 2011

Í Vopnafirði 24.6.-26.6.

Hekla Karen systir Viktors Daða býr á Haukstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði. Hún á afmæli 25.júní. Við Viktor og frú Fróðný lögðum því í austurleiðangur þann 24. náðum í Heklu og héldum öll í veiðihúsið við Vesturá, svo systkynin gætu verið smátíma saman.

Það ringdi mjög á austurleið.

En systkynin voru sæl um kvöldið og fóru loks þreytt að sofa.

4

7

Frú Fróðný var ánægð í kvöldblíðunni

En húsbóndinn stúderaði Jaðrakan, sem er hinn fínasti fugl þó ekki séu hljóðin fögur.

Afmælissöngurinn var að sjálfsögðu sunginn að morgni.

9

Síðan var ekið í afmælisveislu í Haukstaði.

Hér er Fróðný ásamt aðalprinsessunni og bestu vinkonu aðal.

Eftir vafasamt veðurútlit rættist úr og barnaskarinn gat farið út. Viktor Daði var feginn að geta sýnt hvernig hoppað er á trampólíni.

Og lagðist svo í hengirúm til örlítillar hvíldar.

En afmælisbarnið settist við hannyrðir eftir að gestirnir fóru.

Daginn eftir kvöddum við prinsessu, sem hafði blýanta í eyrunum.

Og héldum upp í þokuna á heiðinni.   Takk fyrir okkur.

Thursday, June 16, 2011

PAPAPOPULUS 2004 - 2011

39

Í dag verður til moldar borinn öðlingurinn Sigurður Heiðar Jónsson. Papapopulus. Orð mín eru of fátækleg til að lýsa honum. Þess vegna hef ég safnað saman nokkrum ljósmyndum úr leik og starfi í Populus Tremula. Hann var Papa Populus. Blessuð sé minningin um góðan vin.

Saturday, June 11, 2011

Papapopulus er fallinn frá


Öðlingurinn Sigurður Heiðar Jónsson er látinn eftir æðrulausa baráttu við MND sjúkdóminn. Blessuð sé minning hans.

Sunday, June 05, 2011

Gleraugum græn og góð

Birgir bróðir minn og Hjördís Frímann vel gleraugnavædd.