Tók tvær myndir af jólasnjónum/jólasnjókomunni jóladaginn í dag. Í norðnorðvestur útum svalahurðina. Fyrrri myndin er tekin 12;24, en sú seinni 12;39. Mikið er gott að geta bara horft á snjóinn vitandi að hvítt sængurlínið er miklu mýkra og langtum hlýrra.
Friday, December 25, 2009
Saturday, October 31, 2009
Fjöll og ský
Við frú Fróðný höfum farið í ófáa bíltúra, jafnvel útá land, þetta árið. Ég er farþeginn og oftar en ekki renni ég niður rúðunni og smelli af myndum af fjöllum og firnindum meðan við ökum framhjá.
Wednesday, October 28, 2009
Börnin í heimsókn
Hekla Karen og Viktor Daði hafa verið í heimsókn á norðurlandinu. Þau skruppu meðal annars til langömmu á Sauðárkróki.
Spiluðu við Sveinu ömmu í Eiðsvallagötunni
Og svo voru eitt kvöldið teknar hárgreiðslumyndir og ein með afa fyrir svefninn.
Friday, October 23, 2009
Í Assistens Kirkjugarði
Þegar ég bjó á Nörrebro í Kaupmannahöfn, settist ég oft á góðvirðisdögun í skrúðgarðinn góða Assistens Kirkjugarð. Maður tók með sér góða bók, kompu til að pára í og ef ballansinn á husholdnisregnskabet var réttu megin við núllið, tók maður með eitthvað glamrandi í poka. Kirkjugarðurinn er umluktur gulum múrvegg, svona hefur hluti hans litið út í fyrrasumar.
En innan múra er ósköp friðsælt.
Þarna orti ég eitt sinn litla vísu, sem rifjaðist upp fyrir mér núna þegar mikið er rætt um aðkomu Jóns og séra Jóns í þeirri rústabjörgun sem íslenskt þjóðfélag er gegnsýrt.
Í Assistens Kirkjugarði
Hér hefur endað margt æviskeiðið runnið.
Leiði Jóns er týnt, en séra Jóns er brunnið.
Wednesday, October 21, 2009
Opnunardagur hjá Fríðu 17.10.009
Opnaði litla sýningu með stóru nafni – Þagnarangar úr Brandenburg Concerto no.5 eftir JS Bach – í Gullsmíðaverkstæði Fríðu í Hafnarfirði.
Hér eru myndir frá opnun.
Monday, October 12, 2009
Þagnarangar
Þá er koma að því að nudd mitt undarfarið með sög, þjöl og sandpappír verði að einhverju. Því næstu helgi mun ég bruna í Hafnarfjörð og opna laugardaginn 17.október kl 14-17 sýninguna: “Þagnarangar í Brandenburgerkonsert nr. 5 eftir JS Bach” í Gullsmíða og skartgripaverslun Fríðu Strandgötu 43 í þeim fagra firði. Verið öll velkomin.
Friday, October 02, 2009
Thursday, October 01, 2009
Wednesday, September 30, 2009
Súlur í viku í september.
Vikuna 23-29 september um klukkan 11 að morgni hverjum, tók ég myndir af Súlum ( þó stundum væru þær ekki sjáanlegar ) frá veröndini á vinnustað mínum í Klettatúni.
Það er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða.
23.september
24. september
25. september
26. september
27. september
28. september
29. september
Monday, September 21, 2009
Þangað til
Sunday, September 20, 2009
Kaldbakur er líka kjút
Saturday, September 19, 2009
Haustsúlur
Þetta eru Súlur, okkar fjall Akureyringanna. Kaldbakur í norður er líka kjút en Grenvíkingar eiga það fjall. Á Súlutindi stóð ég stundum forðum og ylja mér við minningarnar, ( það var þegar báðir fætur voru jafnlangir og árhringirnir miklu færri ). En hvað um það, ég segi einsog Tómas “ sjáið tindinn þarna fór ég “
Wednesday, September 16, 2009
Réttarkaffi í Freyjulundi
Brá mér í réttarkaffi í Freyjulundi um síðustu helgi. Það voru að vísu fleiri kindur á hlaðinu í Freyjulundi en í Reistarárrétt og þær allar úr spýtum. Safnið var í fjallshlíðinni. En meðlætið með kaffinu var ekki af verri endanum hjá mæðgunum Aðalheiði, Brák og Þóreyju og hjálparkokkum þeirra.
Monday, September 14, 2009
Trúbador fer úr þögn í 100 decibel á nótæm
Trúbadúrinn geðþekki Aðalsteinn Svanur var með tónleika í Populus Tremula föstudagskveldið 11.september. Ég festi hann í digitölur fara úr þögn í 100 decibel og vera snöggur að því.
Saturday, September 05, 2009
Það var fyrir átta árum
Þá var líka gott veður einsog í dag. Við Fróðný, minn miklu betri helmingur, klæddum okkur í betri fötin og ókum sem leið lá í Laufás, hvar öðlingurinn Pétur Þórarinsson pússaði okkur saman í hjónaband. Á þann þráð hefur ekki fallið snuðra. Pétur var vandvirkur. Þessi mynd var tekin á tröppunum í Laufáskirkju eftir hjónavígsluna.
Þakka þér Fróðný mín kæra fyrir árin átta í blíðu, en næstum ómerkjanlegri stríðu. Takk fyrir árin sem við lifðum í synd og takk fyrir það sem verður.