Þegar ég bjó á Nörrebro í Kaupmannahöfn, settist ég oft á góðvirðisdögun í skrúðgarðinn góða Assistens Kirkjugarð. Maður tók með sér góða bók, kompu til að pára í og ef ballansinn á husholdnisregnskabet var réttu megin við núllið, tók maður með eitthvað glamrandi í poka. Kirkjugarðurinn er umluktur gulum múrvegg, svona hefur hluti hans litið út í fyrrasumar.
En innan múra er ósköp friðsælt.
Þarna orti ég eitt sinn litla vísu, sem rifjaðist upp fyrir mér núna þegar mikið er rætt um aðkomu Jóns og séra Jóns í þeirri rústabjörgun sem íslenskt þjóðfélag er gegnsýrt.
Í Assistens Kirkjugarði
Hér hefur endað margt æviskeiðið runnið.
Leiði Jóns er týnt, en séra Jóns er brunnið.