Saturday, September 05, 2009

Það var fyrir átta árum

Þá var líka gott veður einsog í dag. Við Fróðný, minn miklu betri helmingur, klæddum okkur í betri fötin og ókum sem leið lá í Laufás, hvar öðlingurinn Pétur Þórarinsson pússaði okkur saman í hjónaband. Á þann þráð hefur ekki fallið snuðra. Pétur var vandvirkur.    Þessi mynd var tekin á tröppunum í Laufáskirkju eftir hjónavígsluna.

Brúðkaupsmynd

Þakka þér Fróðný mín kæra fyrir árin átta í blíðu, en næstum ómerkjanlegri stríðu. Takk fyrir árin sem við lifðum í synd og takk fyrir það sem verður.