Þann 17. apríl 2012 varð brátt um mig er hjartað nennti ekki að slá. En snarráðir menn hnoðuðu og stuðuðu mínu lata hjarta í gang aftur og trilluðu mér á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þar stoppaði ég fremur stutt en var flogið suður og komið fyrir á Landsspítalanum við Hringbraut. Eftir rannsóknir og bollaleggingar var ég síðan þann 30.apríl ristur all verulega upp og kransæðakerfi hjartans bætt með hjáveitum. Síðan hefur tíminn farið í að koma til og rísa upp. Ástkær eiginkona mín hún Fróðný, stoð mín og stytta tók flestar þær myndir sem fylgja þessari færslu.
Kominn á FSA með brotin rifbein eftir hnoðið en lífsmarkið mín megin.
Mamma og fóstursonurinn Viktor Daði í heimsókn.
Nýkominn á Lansann.
Ég er ekki að reykja hér heldur að reyna að blása upp lungnablöðrur.
Dagurinn eftir uppskurðinn, man svo sem ekkert eftir honum.
Kominn framúr en ekkert hress.
Ég verð ekki fótamódel framvegis.
Farinn að staulast frammi á gangi.
Og svo er bara beðið eftir því að verða nógu hress til að fara heim.
Kominn upp á fjórðu hæð föstudaginn 11. maí. Þreyttur eftir stigana en að sama skapi sæll.
Fyrsta rennsli á 10gíraspítthjólagöngugrindinni 14.maí.
Dagleg viðrun á 10gíraspítthjólagöngugrindinni bætir heilsuna.
Þegar ég viðra grindina viðrar frú Fróðný mig ( og sig ).
Og smátt og smátt hættir maður sér lengra og þrekið eykst.
Hvítasunna í Menningartunnunni Hofi. Þakka þér fyrir lífið allt elsku Fróðný.