Thursday, May 31, 2012

Andlát og UPPrisa

Þann 17. apríl 2012 varð brátt um mig er hjartað nennti ekki að slá. En snarráðir menn hnoðuðu og stuðuðu mínu lata hjarta í gang aftur og trilluðu mér á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þar stoppaði ég fremur stutt en var flogið suður og komið fyrir á Landsspítalanum við Hringbraut. Eftir rannsóknir og bollaleggingar var ég síðan þann 30.apríl ristur all verulega upp og kransæðakerfi hjartans bætt með hjáveitum. Síðan hefur tíminn farið í að koma til og rísa upp.       Ástkær eiginkona mín hún Fróðný, stoð mín og stytta tók flestar þær myndir sem fylgja þessari færslu.

Kominn á FSA með brotin rifbein eftir hnoðið en lífsmarkið mín megin.

1

Mamma og fóstursonurinn Viktor Daði í heimsókn.

2

Nýkominn á Lansann.

3

4

Ég er ekki að reykja hér heldur að reyna að blása upp lungnablöðrur.

5 

Dagurinn eftir uppskurðinn, man svo sem ekkert eftir honum.

6

Kominn framúr en ekkert hress.

9

Ég verð ekki fótamódel framvegis.

8

Farinn að staulast frammi á gangi.

10

11

Og svo er bara beðið eftir því að verða nógu hress til að fara heim.

12

Kominn upp á fjórðu hæð föstudaginn 11. maí. Þreyttur eftir stigana en að sama skapi sæll.

13

Fyrsta rennsli á 10gíraspítthjólagöngugrindinni 14.maí.

Dagleg viðrun á 10gíraspítthjólagöngugrindinni bætir heilsuna.

Þegar ég viðra grindina viðrar frú Fróðný mig ( og sig ).

Og smátt og smátt hættir maður sér lengra og þrekið eykst.

Hvítasunna í Menningartunnunni Hofi. Þakka þér fyrir lífið allt elsku Fróðný.