Sunday, May 01, 2011

Þagnar-Freyja að fara á límingum

Eftir tvo vetur úti í frosti og regni og frosti og regni og frosti og regni og . . . . hefur Þagnar-Freyjan mín, sem stendur vörðinn við Populus Tremula, farið að fara svolítið á límingunum. Ekki skrýtið því hún er gerð úr allskyns timbri með mismunandi þanþol og vatnsheld lím svokölluð eru að minnsta kosti ekki eitt, vatnsheld. En blessunin fær að þrauka unz yfir líkur með Populus. Ef ég væri feministi myndi ég segja að hún væri táknmynd ævarandi kvennakúgunar. En það sagði ég ekki. Þetta er listaverk sem ég ræð ekki lengur yfir, það er í samvinnu við íslensku veðrabrigðin að skapa eitthvað nýtt.