Wednesday, August 25, 2010

The making of Þagnarnál

Í sumar hefur stór hluti frítíma míns farið í það ánægjulega verkefni að gera þennan skúlptúr, sem heitir Þagnarnál. Nú á laugardag 28.8.2010 mun ég sýna hann/hana í BOXinu í gilinu lista. Það er útrás mikil úr Populus Tremula kjallaranum uppá fyrstu hæð í Boxið. Hugmyndin á bak við verkið er náttúrlega fjórðapartsþögn einsog flest sem ég geri, en núna læt ég sem svisslendingurinn Alberto Giacometti hafi komist í skissubók mína og teygt þessa búttuðu og sællegu þögn mína upp í tvo og hálfan meter, en hann var mikið fyrir langt og mjótt. Þagnarnálin er þannig langa systir Þagnar-Freyju, sem ég sýndi með Freyjumyndum í fyrrasumar og enn stendur keik fyrir utan Populus Tremula, já og BOXið.

Hér er stiklað á stóru í vinnunni frá skapalóni til blámálaðrar Þagnarnálar. Svona lítur hún út í vinnustofunni :

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

13

14

15