Wednesday, September 30, 2009

Súlur í viku í september.

Vikuna 23-29 september um klukkan 11 að morgni hverjum, tók ég myndir af Súlum ( þó stundum væru þær ekki sjáanlegar ) frá veröndini á vinnustað mínum í Klettatúni.

Það er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða.

23.september

1

24. september

2

25. september

3

26. september

4

27. september

5

28. september

6

29. september

7

Monday, September 21, 2009

Um það mál vil ég segja

VIÐ ÆSEIF EIGUM EKKI SAMAN

Þangað til

Á Akureyri er um það bil
ekki neins að sakna.
Jú, þar er fagurt þangað til
þorpsbúarnir vakna.
( svo orti Flosi Ólafsson )

Þetta er óneitanlega næs.

Sunday, September 20, 2009

Kaldbakur er líka kjút

Jú, jú Kaldbakur er fallegt fjall.

Ég hef einu sinni staðið á Kaldbakstindi, en ég gékk ekki í það skiptið, heldur fórum við með snjóbíl. En svona var þá ( vorið 2002 ) útsýnið inn fjörðinn. Þegar maður er staddur uppi á tindi Kaldbaks er enga Akureyri að sjá. Það er svosem enginn galli.

Frá Kaldbak inn

Saturday, September 19, 2009

Haustsúlur

Þetta eru Súlur, okkar fjall Akureyringanna. Kaldbakur í norður er líka kjút en Grenvíkingar eiga það fjall. Á Súlutindi stóð ég stundum forðum og ylja mér við minningarnar, ( það var þegar báðir fætur voru jafnlangir og árhringirnir miklu færri ). En hvað um það, ég segi einsog Tómas “ sjáið tindinn þarna fór ég “

Wednesday, September 16, 2009

Réttarkaffi í Freyjulundi

Brá mér í réttarkaffi í Freyjulundi um síðustu helgi. Það voru að vísu fleiri kindur á hlaðinu í Freyjulundi en í Reistarárrétt og þær allar úr spýtum. Safnið var í fjallshlíðinni. En meðlætið með kaffinu var ekki af verri endanum hjá mæðgunum Aðalheiði, Brák og Þóreyju og hjálparkokkum þeirra.

IMG_3123

Monday, September 14, 2009

Trúbador fer úr þögn í 100 decibel á nótæm

Trúbadúrinn geðþekki Aðalsteinn Svanur var með tónleika í Populus Tremula föstudagskveldið 11.september. Ég festi hann í digitölur fara úr þögn í 100 decibel og vera snöggur að því.

Saturday, September 05, 2009

Það var fyrir átta árum

Þá var líka gott veður einsog í dag. Við Fróðný, minn miklu betri helmingur, klæddum okkur í betri fötin og ókum sem leið lá í Laufás, hvar öðlingurinn Pétur Þórarinsson pússaði okkur saman í hjónaband. Á þann þráð hefur ekki fallið snuðra. Pétur var vandvirkur.    Þessi mynd var tekin á tröppunum í Laufáskirkju eftir hjónavígsluna.

Brúðkaupsmynd

Þakka þér Fróðný mín kæra fyrir árin átta í blíðu, en næstum ómerkjanlegri stríðu. Takk fyrir árin sem við lifðum í synd og takk fyrir það sem verður.