Ég hef ekki smellt neinu hér inn lengi, latur. Hinsvegar fórum við frú Fróðný í bíltúr með menningarlegu ívafi síðastliðinn sunnudag. Byrjuðum á stórgóðri sýningu Maj Hasager í Populus Tremula sjá.
Þagnar-Freyjan mín hefur ekki látið mikið á sjá í sumar, helst að heimskir húsmálarar hafi ýrt á hana smávegis hvítu.
Næst var það Listasafnið með kreppumálarana. Þar var margt flott skilleríið og saltfiskur.
Síðan var haldið gegnum Kjarna fram á flugvöll, þar eru Freyjur, sem tolldu ekki á mynd, en þetta landslag er í leiðinni.
Segir ekki meir af sunnudeginum þeim