Þessa mynd tók Fróðný, minn miklu betri helmingur, eftir Miðnæturtónleika í Populus Tremula, af okkur Hallgrími Ingólfssyni handsala það, að við lag mitt “Rokk er betra” verði gerð karlakórsútsetning og hún flutt við tækifæri.
Sunday, August 30, 2009
Wednesday, August 26, 2009
Tuesday, August 25, 2009
Sunnudags-menningar-bíltúr
Ég hef ekki smellt neinu hér inn lengi, latur. Hinsvegar fórum við frú Fróðný í bíltúr með menningarlegu ívafi síðastliðinn sunnudag. Byrjuðum á stórgóðri sýningu Maj Hasager í Populus Tremula sjá.
Þagnar-Freyjan mín hefur ekki látið mikið á sjá í sumar, helst að heimskir húsmálarar hafi ýrt á hana smávegis hvítu.
Næst var það Listasafnið með kreppumálarana. Þar var margt flott skilleríið og saltfiskur.
Síðan var haldið gegnum Kjarna fram á flugvöll, þar eru Freyjur, sem tolldu ekki á mynd, en þetta landslag er í leiðinni.
Segir ekki meir af sunnudeginum þeim
Wednesday, August 05, 2009
Krónprinsinn klifrar smá
Viktor Daði var í heimsókn og við smíðuðum aðeins á vinnustofunni. Þegar við fórum aftur upp á fjórðu prílaði sá stutti smá og bað um myndatöku. Ég sagði að amma hans mætti ekki sjá myndina því hún vildi ekki að hann væri að klifra. Set myndina því á netið.