Fátt hef ég hugsað um meir, né starfað að viti við undanfarnar vikur, en Freyju. Frá því ég fékk tilboð um að taka þátt í sýningunni, og ég hafði ákveðið að stækka upp fjórðupartsþögnina mína góðu, vegna augljósra kvenlegra eiginleika hennar og staðsetja hana fyrir framan Populus Tremula, hefur þetta verið virkilega skemmtileg en bakveikjandi vinna ( hugmyndir, sem skipta þó öllu máli, reyna aldrei á bakið ). En nú er Þagnar-Freyja á sínum stað og bara að bíða og sjá hversu vel Akureyrarlýður og utanbæjarfólk fer með hana í sumar.
Hér er svo the making of Þagnar-Freyja, sem gerð er úr krossvið, fyrrum millivegg úr Populus Tremula og gamla rúmbálknum mínum.
Það var sagað, límt, sagað meir, höggvið, pússað með brettaskífu og sandpappír, málað og svo skrúfað fast við gamla Mjólkursamlag KEA.
Gangi þér vel Freyja mín.