Sunday, May 31, 2009

Hertar Sultarólar á Hjalteyri

Fórum á sýningu útá Hjalteyri í gær, en nokkrar listaspírur hafa fengið afnot af plássi í gömlu síldarverksmiðjunni þar, til að halda menningaruppákomur af ýmssu tagi.

Nú stendur yfir samsýningin Hertar Sultarólar. Ekki skal framtakið gagnrýnt, en við verk Haraldar Inga fór ég að hugsa um vísuna hans Páls :

Það er ekki þorsk að fá
í þessum firði.
En þurru landi eru þeir á
og einskis virði.

Georg Hollanders er með uppástungu af Græðgisbana.

En Helgi Þórsson virðist hafa vissa hugmynd um hvar herða skuli sultarólina.

Þegar ég leit gömlu bryggjurnar augum fannst mér nú samt að náttúran sjálf ætti besta kreppulistaverkið.