Sunday, May 31, 2009

Hertar Sultarólar á Hjalteyri

Fórum á sýningu útá Hjalteyri í gær, en nokkrar listaspírur hafa fengið afnot af plássi í gömlu síldarverksmiðjunni þar, til að halda menningaruppákomur af ýmssu tagi.

Nú stendur yfir samsýningin Hertar Sultarólar. Ekki skal framtakið gagnrýnt, en við verk Haraldar Inga fór ég að hugsa um vísuna hans Páls :

Það er ekki þorsk að fá
í þessum firði.
En þurru landi eru þeir á
og einskis virði.

Georg Hollanders er með uppástungu af Græðgisbana.

En Helgi Þórsson virðist hafa vissa hugmynd um hvar herða skuli sultarólina.

Þegar ég leit gömlu bryggjurnar augum fannst mér nú samt að náttúran sjálf ætti besta kreppulistaverkið.

Thursday, May 28, 2009

Ríkisstjórn Jóhönnu Haarde


Það sér ekki mun á kúk og skít. Það má vera að þetta lið sé allt af vilja gert. Það er bara spurning um hvaða vilji það er.
Þegar Steingrímur J er farinn að hljóma einsog Geir H fyrir síðustu jól og svo virðist sem hann hafi í staðinn látið sjálfstæðismenn fá gömlu ræðurnar sínar, þá má fara að spyrja sig til hvers er kosið ?
Ég held fast við þá skoðun mína að alþingismenn eru með öllu óþarfir. Eini maðurinn sem er nauðsynlegur í Alþingishúsinu er húsvörðurinn !

Wednesday, May 27, 2009

Rauðaþögn og Skýjaglópur

Tvö ljósmyndaverkefni eru í gangi hjá mér, sem bæði munu enda með sýningum.
Hið fyrra ber titilinn: "Rauðaþögn á ferð og flugi" og fyrsta sýning á því verkefninu fyrirhuguð á Kaffi Karólínu í apríl 2010.
Hér eru tvö sýnishorn tekin uppi á hálendinu, þó ekki í jeppautanvegaakstri.


Hitt verkefnið er mér einnig hugleikið. Það gæti heitið : "Skýjagláp/Skýjaglópur", meiningin er að þekja veggi Populus Tremula með myndum af skýjum, kanski það verði líka 2010.

Friday, May 22, 2009

Tuesday, May 19, 2009

Hryðjuverkalaus gangur


Æ já nú er algjörlega búið að afmá öll ummerki um Hollensk hryðjuverk og dauðhreinsa þennan hluta svipugangnanna.

Monday, May 18, 2009

Þagnarangi á sýningu



Um liðna helgi tók ég þátt í samsýningu í Populus tremula með yfirskriftinni " Í réttri hæð " . Sjá hér .
Verkið mitt heitir í allri hógværð " Þagnarangi úr Brandenburgerkonsert númer 5 eftir Jóhann Sebastían Bach "

Friday, May 15, 2009

Hér vantar mús



Hestar að nasla í leysingatjörn við Skútustaði.
Vopnfirskur snjótittlingur, sem ekki virðist hafa misst úr máltíð liðinn vetur.
Einhversstaðar er mús.
Hestur, mús, tittlingur.

Wednesday, May 13, 2009

Populus Trichocarpa


Í tilefni af því að ég var að koma Populus Trichocarpa síðunni minni í sitt rétta horf, er hér nýleg mynd af öspunum góðu, þolinmóðustu ljósmyndafyrirsætum sem nokkur áhugaljósmyndari getur óskað sér.
Hér eru aspirnar í garði nágrannans.

Hollensk hryðjuverk






Í febrúar varð mikill styr útaf graffitíkroti eftir Hollenskra-myndlistarnema-partí á ganginum sem við Jón kölluðum Svipugöngin. Nú er búið að mála yfir þetta og ryk fallið á styrinn.

Tuesday, May 12, 2009

Kristján & Pétur


Þessir tveir heiðurspiltar rötuðu fyrir símamyndavélarlinsu mína sama dag í síðustu viku.
Sælir nabbnar.

Monday, May 11, 2009

Fleygir fuglar í Vopnafirði

Þarna stóðu steikurnar á árhólmanum og ég plaffaði á þær með myndavélinni.

Wednesday, May 06, 2009

Hekla Karen á Hauksstöðum

Við Fróðný brugðum okkur austur á land um helgina. að heimsækja ömmubarnið, prinsessuna Heklu Karen, í sveitina á Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði.

Hekla fór með okkur í fjárhúsin, sýndi okkur nýborin lömb

og hana Flekku, sem er uppáhaldsærin hennar.


Það var lesið og leikið.


Að lokum tók Hekla Karen mynd af ömmu og afa í veiðihúsinu í Vesturársdal.