Komst að því mér til hrellingar að flest allar myndir við færslur mínar hér á þessari síðu hafa verið þurrkaðar út, svo og allar myndirnar á Populus Trichocarpa síðunni minni.
Það er engin leið að finna út hvernig þetta hefur getað átt sér stað. Aðrar síður á Blottspottinu því arna eru bara í góðu lagi ( Populus Panodil hefur til að mynda ekki lent í svona árás ).
Það er sennilega full langsótt að kenna sjónlistarmafíunni um þetta, einsog var þó augljóst þegar ég var að reyna að koma listapistlunum mínum inn hér um árið.
En það er ekki gaman að þessu ef síðan fær ekki að vera í friði.
Verst að mér er farið að finnast þetta svo gaman að setja inn mynd og mynd algjörlega á eigin forsendum og ábyrgðarlaust.
Ég mun því leita leiða til að taka upp þráðinn seinna meir með eiginlegri heimasíðu.
Þangað til verða færslur hér strjálar.
Ég vil helst ekkert hafa með hundspottið Blogspot að gera meir.