Monday, June 27, 2011

Í Vopnafirði 24.6.-26.6.

Hekla Karen systir Viktors Daða býr á Haukstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði. Hún á afmæli 25.júní. Við Viktor og frú Fróðný lögðum því í austurleiðangur þann 24. náðum í Heklu og héldum öll í veiðihúsið við Vesturá, svo systkynin gætu verið smátíma saman.

Það ringdi mjög á austurleið.

En systkynin voru sæl um kvöldið og fóru loks þreytt að sofa.

4

7

Frú Fróðný var ánægð í kvöldblíðunni

En húsbóndinn stúderaði Jaðrakan, sem er hinn fínasti fugl þó ekki séu hljóðin fögur.

Afmælissöngurinn var að sjálfsögðu sunginn að morgni.

9

Síðan var ekið í afmælisveislu í Haukstaði.

Hér er Fróðný ásamt aðalprinsessunni og bestu vinkonu aðal.

Eftir vafasamt veðurútlit rættist úr og barnaskarinn gat farið út. Viktor Daði var feginn að geta sýnt hvernig hoppað er á trampólíni.

Og lagðist svo í hengirúm til örlítillar hvíldar.

En afmælisbarnið settist við hannyrðir eftir að gestirnir fóru.

Daginn eftir kvöddum við prinsessu, sem hafði blýanta í eyrunum.

Og héldum upp í þokuna á heiðinni.   Takk fyrir okkur.