Monday, April 27, 2009

Viðhengi


Nei, þetta er ekki ný afstæðiskenning, né heldur töfraformúla til að leiða VG-þursa á evrópusambandsbraut.
Þetta er viðhengi við Torfunesbryggju.

Thursday, April 23, 2009

Sumarköttur


Það er sumardagurinn fyrsti og þessi vel aldi heimilisköttur úr nágrenninu gerði sig nokkuð heimakominn.

Wednesday, April 22, 2009

Skemmdarverk í Kjarnaskógi

Við frú Fróðný fórum í fyrstu gönguferð vorsins í Kjarnaskóg um helgina. Svosem ekki í frásögur færandi, nema hvað klósettið var "lokað vegna skemmdarverk", einsog stendur á velktum miða á hurðinni.
Seinna á göngunni þegar við blöstu þessar allt að því huggulegu raflínur með gamla laginu, varð mér hugsað til fyrirhugaðra skemmdarverka á svæðinu með gífurlegri stálmastra-svokallaðri -byggðalínu ( les raforkuflutningslínu fyrir álver ).
Skemmdarverk á klósetti, þó fyrirlitleg séu, eru hjóm eitt miðað við þau náttúruspjöll, sem sumir afglapar eru tilbúnir framkvæma svo einhverjir í útlöndum meiki mikinn monning.
Naturen det billige skidt.

Tuesday, April 21, 2009

Af hröfnum



Ég er alltaf að bíða eftir því að ná virkilega góðri mynd af hröfnum/hrafni.
En þeir eru voða mikið fyrir að vera að fljúga og svona og sitja ekki í pósum, þá er nú betra að ljósmynda tré.
En hér eru tvö sýnishorn af Strandgötuhröfnum.

Monday, April 20, 2009

Brotinn oddur af oflæti


Ég, tiltölulega med fulde fem, hef ákveðið að taka aftur til við ljósmyndabloggið.
Hef hent út nánast öllum póstum gömlum, skildi þó listapistlana eftir. Það vantar þó myndir við þá marga, en meinið var nefnilega að bloggspottið, hundspottið að tarna, þurrkaði burtu flestar myndir sem ég var búinn að setja inn. En nú fer þetta í gang aftur, hægt en örugglega, aðallega fyrir sjálfan mig, þó mun ég af hégómaskap segja frá því að ég er byrjaður aftur.

Á myndinni er afinn með Viktor Daða og Heklu Karen rétt fyrir páska.