Thursday, February 24, 2011

Paufast útivið síðustu viku.

Maður er aðeins farinn að geta hreyft sig og notast ég þá við mína eigin útfærslu af gangi, sem er eiginlega eftirherma. Hvað um það síðustu viku einsetti ég mér að fara í smá göngutúr utandyra dag hvern og gerði það þó þeir væru ekki langir allir túrarnir, sá stysti út á svalir. Þessa viku hefur nefnilega rignt, snjóað, sólin skinið, súldað, með tilheyrandi hita, frosti, hálku og hræðslu við hana. En það er gott að hafa með sér myndavél og stoppa þétt.                 Þessar myndir eru sum sé teknar á mislöngum ferðum mínum um nágrennið undanfarna viku. Frá 17.2.-24.2. til að vera nákvæmur.

Monday, February 07, 2011

Ég á stórskrýtinn hádegisskugga

Hádegissólin er lágt á lofti hér í Strandgötunni og því er skugginn minn langur og spengilegur, ekki sjáanlegt að hér fari velbúttaður gaur, sem fremur hermir eftir gangi en gengur.