Monday, July 25, 2016

Gluggakarma

Í síðustu viku fengum við í Löngumýri 18 veður til að mála gluggaumbúnað utanverðan í kotinu.
Við vorum svo ljónheppin að Helga Jóna kom norður í sumarfrí og var drifin í djobb, sömuleiðis stóð Halla Björg í stórræðum fyrir okkur. Viktor Daði lét heldur ekki sitt eftir liggja.
Nú er hér glansandi gluggakarma.
Wednesday, January 13, 2016

2016 hvað er nú það ?

Um framtíðina er ekki gott að spá
Það snjóar og áramótaheit voru í fátækara lagi, bara þetta venjulega um að standa sig betur í því sem maður hefur ekki staðið sig vel í og svo vonin um að verða ekki verri manneskja þetta árið en þau liðnu.
Það snjóar og hér í stofunni í Löngumýri 18 hlusta ég á Monsjör BobDyllan af gamalli plötu syngja enn eldri uppáhaldslög sín, þetta var á þeim árum sem hann gat sungið á við Elvis. Adios me corazon segir hann og ég þarf að standa upp til að snúa plötunni við.
Það snjóar en ég hefi uppi vissar væntingar um að það stytti upp.
Það snjóar.

Wednesday, December 09, 2015

Rauði fagri

Eftir að ég keypti þennan fagra gítar hef ég spilað meira og einnig náð þeim merka áfanga næstum hálfsjötugur maðurinn að spila í fyrsta skipti á ævinni á rafmagnsgítar í stúdíói. Þar er að sjálfsögðu um að ræða unglingapönksveitina TONNATAK.

Sunday, November 22, 2015

Tonnatak í Stúdíói

Unglingapönksveitin TONNATAK mætti í hljóðstúdíóið í Hofi laugardaginn 21.nóvember 2015 til að taka upp lagið "Fræbbblarnir Frelsuðu", eða " Dagurinn þegar Fræbbblarnir frelsuðu okkur frá hipponum".
Tonnataksmenn Hannes Örn Blandon trommuleikari, Þorsteinn Gíslason bassaleikari og Kristján Pétur Sigurðsson söngvari og gítarleikari nutu dagsins í öruggum höndum upptökumeistarans Hauks Pálmasonar og útkoman varð alveg einsog unglingapönksveitir vilja hafa það.
Hér eru nokkrar myndir af unglingunum.

Tuesday, November 17, 2015

Ekki mikill bloggari

Með Facebook í farteskinu er maður ekki mikill bloggari.
Svona fyrir nýuppgerða PC-tölvu og lok á verkefni okkar Örnu Valsdóttur " Ég tala aldrei við ókunnuga" árið 2015; frumsýning í 002 Galleríi 26-27.september og önnur sýning í Kaktus 6-8.nóvember er rétt að setja alla vega inn mynd.
KP, Arna, Wolli,Valmar.


Tuesday, March 31, 2015

PáskaPassía

Páskar ganga brátt í garð


Thursday, March 19, 2015

Listagil stendur undir nafni

Ég fór að litast um í Listagili í gær. Gaf mér góðan tíma í að skoða stórskemmtilega sýningu Íslandsvinarins góða Jan Voss í Listasafninu, en ég byrjaði í nýjasta galleríinu í gilinu Salt, Vatn, Skæri. Þar sýnir Aðalheiður S Eysteinsdóttir kyngimagnaðan flygil sem er smíðaður einsog henni er lagið en samt svo miklu meira. Ég held að þetta verk sé hennar flottasta á ferlium magnað tónverk alveg og hefur nú Alla ekki verið neinn aukvisi.


Jan Voss er náttúrlega snillingur það þarf ekki að ræða það og sýningin í Listasafnnu er frábær yfirlitssýning. Stútfull af húmor, pælingum og gáfum. Algjört gúmmólaði fyrir heilann.

Tuesday, March 17, 2015

Við opnun sýningar Jan Voss í Listasafninu á Akureyri 14.mars.

Jan Voss er mikill húmoristi einsog sést á þessari mynd.


En við opnun sýningar hans stóð til að Norðanpiltar myndu bryðja sig í gegnum nokkra smelli, en veðurhamurinn var slíkur á láði syðra og í háloftum að Guðbrandur komst ekki að sunnan, þótti vísast ef ef hann reyndi myndi hann fjúka norður í buskann.
Voru þá góð ráð í meðallagi dýr, og ákveðið að stilla upp varaliðinu, mér skilst að Jón hafi kallað uppákomu okkar Dagstund í tali og tónum, en hann Jón segir svo margt. Síðan bættist Arna Valsdóttir í hópinn og og var þá kominn flokkurinn Kristján PETER, Arna PAUL og Jón MARY.


Monday, March 09, 2015

Kaktus opnar

Þá varð það endanlegt laugardaginn 7.mars 20015. Populus tremula er farið Kaktus kominn til að vera. Gott að kjallarinn góði haldist þó í plönturíkinu.
Leit við á opnun. Aðalsprautur Kaktussins frömdu þar flottan gjörning, EN smá nöldur frá minni hálfu, þau voru svo yfirmáta alvarleg. Og ekki svosem ein um það í gjörningahríðinni. Í fyrsta sinn sem ég sá gjörning life (í Kaupmannahöfn 1978 eða 1979) var þetta sama uppi á teningnum, listakonan performaði myndlistarlegan brandara að því mér fannst en var svo grafalvarleg yfir þessu að maður þurfti að brosa inn í sig af tómri meðvirkni. Og allir gjörningar sem ég hef séð síðan eru eins gleðisnauðir, er þetta eitthvað sem er skrifað inní gjörningalögin ? Ég hefði ekki getað hætt að brosa væri ég að opna stað fyrir sköpunarGLEÐI mína.
Nöldri lokið.
Ég komst því miður ekki á tónleikana um kvöldið en er viss um að þar hefur verið brosað hringinn.
Til hamingju Kaktus og megi ykkur farnast frábærlega.Friday, March 06, 2015

bara útaf fyrir mig

það var eitt af því sem ég gaf mér er Poulus kvaddi að Kristjanovich yrði virkari
skyldi þetta vera upphaf ?

Monday, February 02, 2015

Þriggja radda þögn og Rauða

Laugardaginn 31.janúar opnaði ég sýningu í Vestursalnum í Listasafninu á Akureyri. Yfirskriftin: "Þriggja radda þögn og Rauða", sem yndæll þýðandi þýddi sem " The Silence of three Voices and Red", þetta er englamúsík og algjör þögn.
Leikurinn í tónverkinu er að setja eingöngu þagnartákn í staðinn fyrir nótur, allt frá heilþögnum til sextíu og fjórðupartsþagna, sem eru ákaflega hraðar þagnir. Þetta er auðvitað bölvað bull, en til að snúa upp á glæpinn breyti ég áferðinni eilítið á hverjum opnunardegi.
Síðan er það hún Rauðaþögn sem trónir á hásæti, loksins komin inn í listasafn en þarf ekki lengur að bíða á tröppunum einsog hún hefur gert frá því hún varð til 2007.
Sýningin er opin til fimmtudagsins 5.febrúar, en þá mun ég rjúfa þögnina um klukkan hálf fimm með nokkrum sönglögum.
Myndirnar frá opnuninni tók mín ástkæra eiginkona Fróðný Pálmadóttir.