Wednesday, April 22, 2009

Skemmdarverk í Kjarnaskógi

Við frú Fróðný fórum í fyrstu gönguferð vorsins í Kjarnaskóg um helgina. Svosem ekki í frásögur færandi, nema hvað klósettið var "lokað vegna skemmdarverk", einsog stendur á velktum miða á hurðinni.
Seinna á göngunni þegar við blöstu þessar allt að því huggulegu raflínur með gamla laginu, varð mér hugsað til fyrirhugaðra skemmdarverka á svæðinu með gífurlegri stálmastra-svokallaðri -byggðalínu ( les raforkuflutningslínu fyrir álver ).
Skemmdarverk á klósetti, þó fyrirlitleg séu, eru hjóm eitt miðað við þau náttúruspjöll, sem sumir afglapar eru tilbúnir framkvæma svo einhverjir í útlöndum meiki mikinn monning.
Naturen det billige skidt.