Um framtíðina er ekki gott að spá
Það snjóar og áramótaheit voru í fátækara lagi, bara þetta venjulega um að standa sig betur í því sem maður hefur ekki staðið sig vel í og svo vonin um að verða ekki verri manneskja þetta árið en þau liðnu.
Það snjóar og hér í stofunni í Löngumýri 18 hlusta ég á Monsjör BobDyllan af gamalli plötu syngja enn eldri uppáhaldslög sín, þetta var á þeim árum sem hann gat sungið á við Elvis. Adios me corazon segir hann og ég þarf að standa upp til að snúa plötunni við.
Það snjóar en ég hefi uppi vissar væntingar um að það stytti upp.
Það snjóar.