Um síðustu helgi var ráðist í að smíða nýjan stiga milli hæða í Löngumýri 18. Sá gamli var óþægilega brattur fyrir fótastirt fólk. Yfirsnikkari var félagi Þorsteinn Gíslason, handlangari ég sjálfur, en yfirumsjón hafði kettlingurinn Moli. Nú förum við fótfúin milli hæða án vandkvæða.