Sunday, July 14, 2013

Af stigamennsku í Löngumýri

Um síðustu helgi var ráðist í að smíða nýjan stiga milli hæða í Löngumýri 18. Sá gamli var óþægilega brattur fyrir fótastirt fólk. Yfirsnikkari var félagi Þorsteinn Gíslason, handlangari ég sjálfur, en yfirumsjón hafði kettlingurinn Moli. Nú förum við fótfúin milli hæða án vandkvæða.









Thursday, June 13, 2013

verðandi vinnustofa

Það gengur hægt en bítandi að breyta draslfullu plássi í bærilega vinnustofu. Er búinn að rífa niður millivegg og er að flytja hluti á milli staða til að flytja þá aftur á aðra staði, einstaka sinnum lendir eitthvað á endanlegum stað og meira pláss myndast, að lokum verður þetta vinnuplass. En ýmsu þarf að henda og öðru finna nýtt hlutverk.





Tuesday, April 09, 2013

Nú skal flutt á brekkuna

Við Strandgötufjölskyldan fengum óvænt fyrir nokkrum vikum tilboð um að skipta ( ekki alveg á sléttu, en þurfum ekki að borga miklu meira um hver mánaðarmót ) á íbúð okkar og vinnustofu í Strandgötu 37 og einbýlishúsinu að Löngumýri 18. Eftir nokkrar samningaviðræður gerðum við lokatilboð og eigandi Löngumýrar gerði svo sitt lokaboð sem við tókum og reiknum með að flytja á brekkuna strax í maí. Hér eru nokkrar myndir teknar í einni af fyrstu skoðunarferðunum.

Húsið er bæði gult og rautt og við eigum bíl í stíl.

Viktor og Fróðný voru hress með þetta

 

Viktor valdi sér kvistherbergi með vesturglugga

Við Viktor stöndum þar sem hjónasæng okkar frú Fróðnýjar verður

Séð austur af Pallinum

Tuesday, March 12, 2013

Monday, February 25, 2013

Monday, February 11, 2013

Sunday, January 06, 2013

Nú er það býsna bústið

Fyrirsögnin hefur ekkert með inihaldið að gera, nema hvað ég er nokkuð rogginn yfir Populus tremula samantektinni sem ég gerði með movie makernum : http://www.youtube.com/watch?v=TDVj77J5inM
Nægt myndefni er til að gera fleiri samantektir, beinast liggur við að gera myndir af sýningarverkum og setja Mussorgsky músík undir.
Svo er bara að öll Skrokkabandslögin sem þrá að koma á you-tube