Friday, June 29, 2012

Röggi á Hattinum


Rögnvaldur gáfaði Hefill sýnir hvernig skal spilað á bassa. Fjórir strengir max, í punghæð og spilað með nögl.
Posted by Picasa

Biðukollur og rauður veggur


Saturday, June 09, 2012

“Sjónlistastjóri” lætur eyðileggja listaverk

Í þrjú ár stóð höggmynd mín Þagnar-Freyja óáreitt af manna völdum fyrir utan Populus Tremula í “Listagilinu”. Setti táknmyndina upp fyrir sýninguna Freyjumyndir í júní 2009. Við félagarnir í Populus ákváðum síðan að leyfa henni að standa áfram. Enda var hún ekki fyrir neinum og fremur prýði en ljótur blettur.
Vissulega fóru þrír íslenskir vetur (frost-regn-frost-regn-frost-regn ) illa með samlímt tréið og hún Freyja mín var farin að fara svolítið á límingunum. En stóð alltaf keik þrátt fyrir þrjár unglingafylleríishátíðir og mikinn straum gesta um svæðið. Henni var fremur klappað ( jafnvel lof í lófa, einkarlega af útlendingum ) en að skemmdarþörf mannskepnunnar fengi í henni útrás. En þá kemur Listasafnsstjórinn, sjónlistastjórinn, hrokagikkurinn Hannes Sigurðsson og gefur málurum ordrur um að mála Listasafnbygginguna gráa. Allt sem er blátt skal verða grátt ku hann hafa predikað. Vissulega má hafa skoðun á því hversu stórt heilabúið sé í málurum sem eru ráðnir til að mála veggi en ráðast svo með pensilinn á fríttstandandi höggmynd sem á engan hátt hefur kássast upp á Listasafnsins jússur, stendur þarna á vegum Populus Tremula og kemur Hannesi ekki við. En ordruna mun hann hafa gefið vitgrönnum málurunum, svo nú lítur Þagnar-Freyja svona út:
Þetta er náttúrlega hreint og klárt skemmdarverk og skaðabótaskylt. Ég hef sent “sjónlistastjóranum” tölvupóst þar sem ég bið hann að láta umsvifalaust færa Freyju til fyrra hofs, en gikkurinn hefur ekki svarað enn. Ég mun gera mínar ráðstafanir og leita til lögfróðra manna.  Eftir að hafa verið í Listagilinu frá því 1991 er maður ýmsu vanur, en þetta er held ég það ógeðslegasta sem ég hef orðið vitni að í skapandi listunum. Listasafnssjóri ræður menn í vinnu til að eyðileggja listaverk.