Monday, January 23, 2012

Tónleikar á ObLaDí 20.1.2012

Við fórum suður í helgarferð og ég notaði tækifærið til að spila hjá Desmond og Mollí Jones á bítlabarnum ObLaDí ObLaDa. Með mér stigu á svið Böggi og Lísa ( Söngtríóið Sólarblómið ) og Haraldur Davíðsson ( Hið Aðallega Skrokkaband ). Þetta var hin besta skemmtun takk fyrir.

Obladí er við Frakkastíg, þar var áður strípibúllan Las Vegas og enn áður Tveir Vinir þar sem Hún Andar spilaði einu sinni, en það er allt önnur saga.

Að afloknum mínum einmenningi bar ekki á öðru en að við frú Fróðný værum kát.

Þá stigu á svið Böggi og Lísa og ég kom inná í Rokk er Betra

Og að lokum Skrokkabandið eftir ó svo langt hlé.

Minn gamli vinur Gestur Guðmundsson dúkkaði upp, einhversstaðar á hann mynd einsog Dorian Grey.

Myndirnar tókum við Fróðný og Hulda Hrönn. TAKK fyrir komuna.

Wednesday, January 04, 2012

Glitský


Ég tók líka mynd af glitskýjunum um daginn. Finnst samt dökki skýhnorðrinn fyrir framan dýrðina alveg jafn flottur.

Tuesday, January 03, 2012

Áramótaáheit


Ég mun glápa í skýin