Monday, June 27, 2011

Í Vopnafirði 24.6.-26.6.

Hekla Karen systir Viktors Daða býr á Haukstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði. Hún á afmæli 25.júní. Við Viktor og frú Fróðný lögðum því í austurleiðangur þann 24. náðum í Heklu og héldum öll í veiðihúsið við Vesturá, svo systkynin gætu verið smátíma saman.

Það ringdi mjög á austurleið.

En systkynin voru sæl um kvöldið og fóru loks þreytt að sofa.

4

7

Frú Fróðný var ánægð í kvöldblíðunni

En húsbóndinn stúderaði Jaðrakan, sem er hinn fínasti fugl þó ekki séu hljóðin fögur.

Afmælissöngurinn var að sjálfsögðu sunginn að morgni.

9

Síðan var ekið í afmælisveislu í Haukstaði.

Hér er Fróðný ásamt aðalprinsessunni og bestu vinkonu aðal.

Eftir vafasamt veðurútlit rættist úr og barnaskarinn gat farið út. Viktor Daði var feginn að geta sýnt hvernig hoppað er á trampólíni.

Og lagðist svo í hengirúm til örlítillar hvíldar.

En afmælisbarnið settist við hannyrðir eftir að gestirnir fóru.

Daginn eftir kvöddum við prinsessu, sem hafði blýanta í eyrunum.

Og héldum upp í þokuna á heiðinni.   Takk fyrir okkur.

Thursday, June 16, 2011

PAPAPOPULUS 2004 - 2011

39

Í dag verður til moldar borinn öðlingurinn Sigurður Heiðar Jónsson. Papapopulus. Orð mín eru of fátækleg til að lýsa honum. Þess vegna hef ég safnað saman nokkrum ljósmyndum úr leik og starfi í Populus Tremula. Hann var Papa Populus. Blessuð sé minningin um góðan vin.

Saturday, June 11, 2011

Papapopulus er fallinn frá


Öðlingurinn Sigurður Heiðar Jónsson er látinn eftir æðrulausa baráttu við MND sjúkdóminn. Blessuð sé minning hans.

Sunday, June 05, 2011

Gleraugum græn og góð

Birgir bróðir minn og Hjördís Frímann vel gleraugnavædd.