Wednesday, December 29, 2010

Hádegissól í desemberlok

Strandgötusólin er ekki með neitt sérstakt sjów í hádeginu þessa dagana - og þó. Þessi mynd var tekin klukkan 12;14 í gær.

Tuesday, December 28, 2010

Strandgötuhrafnar

Strandgötuhrafnarnir eru ungir og leika sér

leikið

Komið inn til lendingar

Friday, December 24, 2010

Jólameyr/meir

Í tilefni af deginum í dag, sem er aðfangadagur þeirra kristnu jóla sem við höldum svona af gömlum vana, er maður svolítið jólameyr og minnist liðinna jólastunda með vinum nær og fjær og vill eiginlega jólameir.

Gleðirík jól

Wednesday, December 15, 2010

Viktor Daði á jólabazar

Síðasta laugardag ( þann 11.12.2010 ) litum við erfðaprinsinn Viktor Daði upp í Populus Tremula að kaupa jólatré og skoða jólabazar Beate og Helga frá Kristnesi. Viktor valdi fjallaþyn, þótti það flott tré.  Hann brosti við einu of stuttu.

En var svo grafalvarlegur yfir því sem hann valdi.

Hann dáðist mikið að jólabyssunum.

En svo má alltaf gantast og hlægja hvar sem maður er.