Tuesday, October 05, 2010

Kamarorghestar

Næsta laugardagskveld ( 9. október ) munu hinir einu og sönnu Kamarorghestar stíga á svið á Hverfisgötu 46 að mig minnir. Það er ólíklegt að við lítum þá út einsog á myndinni gömlu, en einsog Gísli Víkingsson segir þá breytist tískan.

Kamrar

Rauðaþögn hjá Fríðu. Ferðasaga.

Það er við hæfi, að setja ferðasöguna á bloggið, nú þegar næsta helgi (9.10. október) er síðasta helgi sýningar minnar á Rauðuþögn hjá Fríðu í Hafnarfirðinum. Við lögðum af stað föstudagsmorguninn 17.september þrjú saman KP, Fróðný og Viktor Daði, en komum heim fjögur þriðjudagskvöldið 21.september, því móðir mín kom með okkur norður. Upphenging og opnun var laugardaginn 18. september og bróðir minn Birgir fær hér með fleiri þakkir fyrir hjálpina. Hið Aðallega Skrokkaband, við Haraldur háskeri Davíðsson, spilaði  nokkur lög við opnun og það var gaman sem fyrr. Ég þakka gestunum fyrir komuna, Auðunn og Fríðu fyrir að mega hertaka gullsmíðastofuna, og Fróðný og Viktor Daði fá ástarþakkir og kveðjur.