Vetur konungur er aðeins að minna á sig á Akureyri. - Þetta er nú aðallega mont. - En jafnvel snjófælnustu menn, einsog ég, verða að viðurkenna að þetta er býsna fagurt. - Þegar snjóruðningar í Strandgötu verða sem fjöll. - Og svo skín sól á daginn og það myndast þessi göndul grýlukerti í frostinu og maður er mikið feginn að fá þau ekki í hausinn.- Þessar myndir voru allar teknar í gær.
Wednesday, February 24, 2010
Saturday, February 20, 2010
Myndir lítillega lagaðar að kröfum nútímans
Ég hef verið að leika mér í FunPhotoBox, sem er reyndar ómerkilegt netprógramm, til að setja eigin myndir inn á fyrirfram valda bakgrunna ( maður gæti náð sama árangri bara með svolítilli vinnu í photoshop ), en þó má hafa smá gaman að nokkrum möguleikum, sem til dæmis gefa þessar niðurstöður.
Monday, February 15, 2010
Snjallir arkitektar
Sumir arkitektar eru snjallir. Það eru þeir sem geta kjaftað sína heimsku kúnna til að láta byggja vitleysu einsog þetta.
og þetta er svipað
og þetta er kúltúrhús í Graz í Austuríki. Arkitektarnir virðast hafa reykt of mikið gras. Við verðum að vona að kúltúrinn innandyra sé skárri en byggingin.
Varla finnst einhverjum þetta flott. Það þyrfti að skipta um heila í þeim sem segði : “Já ég vil búa í svona smart húsi “.
Já sumir arkitektar eru útsmognir.
Wednesday, February 10, 2010
Kópavogsbúi sefur
Ég var á einhverju randi fram á nótt um síðustu helgi. Frú Fróðný var sofandi þegar ég kom heim og ég undraðist þær háværu hrotur sem ég heyrði úr stofunni. Ég vissi sem var að ég var ekki sofandi í sófanum. En þetta var hrotudýrið.
Búinn að æla á stofugólfið og steinsvaf. Nú er kanski ekkert merkilegt að blindfullur eymingi rangli inn um opnar dyr, en ég bý á fjórðu hæð halló. Fyrr má nú rangla. Við kölluðum á lögregluna til að fjarlægja aumingjann. Þrír fílefldir löggumenn mættu og reyndu að vekja þetta, Það tókst ekki nema að hálfu leyti. Þetta stykki hélt sig vera heima hjá sér í Kópavogi. Nú veit ég ekki hvort það er algengt að Kópavogsbúar æli á stofugólfið hjá sér áður en þeir leggjast þar til svefns, en stofan okkar er hreint ekki Kópavogur. Ég var mjög feginn þegar laganna verðir hálfbáru ræfilstuskuna út. Fangaklefi hefur síðan verið hans Kópavogur það sem lifði nætur. Skyldi einhver þekkja þetta eintak, sem finnst gott að búa í Kópavogi ?
Latur er ég bloggmaður
Já ég viðurkenni það alveg hér fyrir sjálfum mér ég er líka latur við myndabloggið. En nú mun ég fara að ráða bót á því. Mun allavega setja eitthvað inn í viku hverri. Og hví ekki að byrja í næsta nágrenni? Fyrir utan húsið okkar í fyrradag.