Wednesday, December 29, 2010

Hádegissól í desemberlok

Strandgötusólin er ekki með neitt sérstakt sjów í hádeginu þessa dagana - og þó. Þessi mynd var tekin klukkan 12;14 í gær.

Tuesday, December 28, 2010

Strandgötuhrafnar

Strandgötuhrafnarnir eru ungir og leika sér

leikið

Komið inn til lendingar

Friday, December 24, 2010

Jólameyr/meir

Í tilefni af deginum í dag, sem er aðfangadagur þeirra kristnu jóla sem við höldum svona af gömlum vana, er maður svolítið jólameyr og minnist liðinna jólastunda með vinum nær og fjær og vill eiginlega jólameir.

Gleðirík jól

Wednesday, December 15, 2010

Viktor Daði á jólabazar

Síðasta laugardag ( þann 11.12.2010 ) litum við erfðaprinsinn Viktor Daði upp í Populus Tremula að kaupa jólatré og skoða jólabazar Beate og Helga frá Kristnesi. Viktor valdi fjallaþyn, þótti það flott tré.  Hann brosti við einu of stuttu.

En var svo grafalvarlegur yfir því sem hann valdi.

Hann dáðist mikið að jólabyssunum.

En svo má alltaf gantast og hlægja hvar sem maður er.

Wednesday, November 24, 2010

Smáljóð

ekki oft sem andinn dettur svona yfir mig, en sem ég beið eftir strætisvagni um hádegisbil á horni Kaupvangs-og Hafnarstrætis varð mér að hugsun þetta :

á Akureyri
er Hamborg
við hlið Parísar

en ég vil komast til Köben

Tuesday, November 16, 2010

Sunday, November 14, 2010

Þagnar-Freyja í vetrarham

Þagnar-Freyjan mín býr sig nú undir sinn annan vetur utandyra, er reyndar aðeins byrjuð að fara á límingunum.

Wednesday, November 03, 2010

Monday, November 01, 2010

Þannig er nú það

IMG_6473

Nú er eitthvað verið að ræða um framtíð listaverksmiðju í verksmiðjunni á Hjalteyri. Þetta er eitt að fínum verkum sem eru í verksmiðjunni þeirri.

Tuesday, October 05, 2010

Kamarorghestar

Næsta laugardagskveld ( 9. október ) munu hinir einu og sönnu Kamarorghestar stíga á svið á Hverfisgötu 46 að mig minnir. Það er ólíklegt að við lítum þá út einsog á myndinni gömlu, en einsog Gísli Víkingsson segir þá breytist tískan.

Kamrar

Rauðaþögn hjá Fríðu. Ferðasaga.

Það er við hæfi, að setja ferðasöguna á bloggið, nú þegar næsta helgi (9.10. október) er síðasta helgi sýningar minnar á Rauðuþögn hjá Fríðu í Hafnarfirðinum. Við lögðum af stað föstudagsmorguninn 17.september þrjú saman KP, Fróðný og Viktor Daði, en komum heim fjögur þriðjudagskvöldið 21.september, því móðir mín kom með okkur norður. Upphenging og opnun var laugardaginn 18. september og bróðir minn Birgir fær hér með fleiri þakkir fyrir hjálpina. Hið Aðallega Skrokkaband, við Haraldur háskeri Davíðsson, spilaði  nokkur lög við opnun og það var gaman sem fyrr. Ég þakka gestunum fyrir komuna, Auðunn og Fríðu fyrir að mega hertaka gullsmíðastofuna, og Fróðný og Viktor Daði fá ástarþakkir og kveðjur.